Prentarinn vill aldrei prenta vel út!

Mörg okkar eigum prentara og hjá sumum vill hann oftast ekki prenta vel út.
Ég ráðlegg að nota prentarann minnst 1 sinni í mánuði en betra ef hægt er að nota hann eitthvað í hverri viku. Það sparast bæði blek og þá er líka verið að nota blekið í að prenta en ekki í að hreinsa. Best er líka að nota ryklausan pappír. Ef þú átt gæludýr er sniðugt að breiða dúk yfir prentarann helst plastdúk og rykhreinsa prentarann reglulega til að fyrirbyggja að óhreinindi fari inn í prentarann.

Ef þig vantar aðstoð með að koma prentaranum í gang á ný ekki hika við að hafa samband við mig og við finnum leið til að skoða prentarann. Á þessum skrítnum tímum er líka sniðugt að nota prentarann til að prenta t.d. út myndir til að lita, mikið af litmyndum er að finna á eftirfarandi slóð: http://litabok.is
Og hérna er önnur síða https://www.coloring.ws/coloring.html
Svo er líka hægt að fara á google og skrifa “coloring pages” þá kemur fullt af niðurstöðum.